Það var ýmislegt brallað í júní og hér fyrir neðan má finna nokkrar myndir af starfinu.
Við fórum í margar gönguferðir og lékum í lóðinni m.a. með sápukúlur og gerðum vatnsrennibraut í stóru rennibrautinni.
Henrik Jökull varð þriggja ára þann 16. júní. við óskum honum innilega til hamingju með daginn sinn. Nokkrum dögum síðar kom hann með marhnút sem hann veiddi og leyfði okkur að skoða hann. Hann vakti mismikla kátínu á meðal barnanna, sum voru mjög áhugasöm að skoða og pota meðan önnur héldu sig í öruggri fjarlægð.