Við höfum verið dugleg að fara út fyrir Leikskólalóðina í góða veðrinu sem hefur verið undan farið. Fimmtudaginn 13.júní fórum við á frjálsíþróttasvæðið, þar hlupum við einn hring í kringum fótboltavöllinn og fórum svo á hólinn og renndu sumir sér niður á meðan aðrir tíndu blóm.
Miðvikudaginn 19.júní fórum við að hoppa á ærslabelgnum sem er við Ráðhúsið. Þar var mikið fjör og skemmtum við okkur vel.
Fimmtudaginn 20.júní fórum við í göngu um Heilsustíginn og gerðum nokkrar æfingar. Á þeirri göngu vorum við svo heppin að fá að kíkja á kanínur og voru börnin rosalega ánægð með það.