Í gær fórum við í fyrsta sinn í íþróttatíma í salnum. Það var mikið fjör og mikið gaman. Börnin hlupu, léku sér með bolta, klifruðu í rimlunum, hoppuðu á trampólíni, fóru í kollhnís og margt fleira skemmtilegt.