Í dag máttu allir mæta í búningum í tilefni af þollóween hátíðinni hér í bæ. Öll börnin hittust í salnum þar sem Tröllaheimar sýndu okkur leikrit um Greppikló og síðan var haldið ball með diskóljósum og tilheyrandi fjöri. Skemmtilegur dagur sem verður vonandi endurtekin að ári.