Dýradagurinn er haldinn í fyrsta skipti á Íslandi í dag, 22. maí 2019, en þessi dagur er alþjóðlegur dagur líffræðilegrar fjölbreytni og er markmið hans að vekja athygli á loftlagsbreytingum og lífbreytileika. Þessi dagur er hugsaður sem tækifæri fyrir nemendur til að tjá sig og læra um umhverfismál.
Landvernd kemur að skipulagi dagsins í ár og verður hann m.a. tileinkaður 50 ára afmæli samtakanna. Þema Dýradagsins 2019 er m.a. lífríki hafsins.
Í tilefni þessa dags ákvaðum við á Bergheimum að taka þátt og gerðu öll börnin eitt sjávardýr að eigin vali. Dýrin voru sett í glugga leikskólans sem á að vera hafið og svo límdum við rusl í nokkra glugga til að sýna þá mengun sem þar er. Þetta er mjög sjónrænt fyrir börnin og skapast oft miklar umræður um fiskana og ruslið á meðal barnanna.
Einnig fengum við litla laxaseiði frá Ísþór sem voru settir í fiskabúr við innganginn á Álfaheimum, þar geta börnin fylgst með og skoðað lifandi fiska.