Í dag komu Brunavarnir Árnessýlsu í heimsókn á stærðar bíl með hávaða og látum en ástæða heimsóknarinnar var að koma með Blæ. Blær frá Huldu- , Trölla-, og Goðheimum fóru í sumarfrí í vor og á leið sinni til Þorlákshafnar í morgun rákust þeir á þessa tvo brunaverði sem tóku þá með sér í bílinn og keyrðu þá í leikskólann. Börnin urðu mjög hissa þegar þeir mættu á svæðið en ánægð að fá Blæ aftur. Með komu Blæs hefst vinna með vináttuverkefnið aftur en það fer í sumarleyfi ár hvert. Þökkum við þessum góðu mönnum kærlega fyrir að koma þeim til byggða.