Öll börnin tóku þátt í að taka upp kartöflur, þau fundu allmargar kartöflur í öllum stærðum. Börnin voru spennt að fá að tína í fötuna og leita að fleiri kartöflum. Einnig fundum við nokkrar baunir sem börnin fengu að smakka. Að lokum þurftum við auðvitað að þrífa kartöflurnar og fórum svo með þær inn í eldhús. Á mánudaginn munum við fá nýuppteknar kartöflur í matinn.