Þann 25. júní varð Filip 2 ára. Hann fékk skemmtilega traktorskórónu sem hann skreytti með límmiðum. Hann var afar ánægður með kórónuna og í stað þess að hafa hana á höfðinu, þá lék hann sér með hana og keyrði með traktornum um alla deild. En Filip er mikill áhugamaður um traktora og því vildi skemmtilega til að í garðinum okkar er mikið af vinnutækjum þessa dagana og þar með talið risastór grænn traktor.
Til hamingju með 2 ára afmælið