Í tilefni dags íslenskrar tungu þann 16 nóvember komu krakkar úr 6. bekk grunnskólans og lásu fyrir okkur. Til okkar á Dvergaheima komu þau Guðrún Anna, Sæmundur Hólm, Baldur Böðvar og Karítas og lásu þau fyrir okkur sögurnar Jói draugur og selur kemur í heimsókn. Eftir lesturinn buðu börnin þeim með sér í leik. Við á Dvergaheimum þökkum 6. bekk fyrir þessa góðu og skemmtilegu heimsókn.