Börnin á Dvergaheimum voru spennt að komast á hjólin sín og hjóla á bílastæðinu. Sumum þótti það nú svolítið skrýtið að það mætti fara á bílastæðið að hjóla og þorðu ekki að hjóla af stað. Það var spennandi þegar löggan kom og kíkti á hvert hjól og spjallaði við börnin. Hún kvaddi svo með því að kveikja á sírenunni og vakti það mikla lukku.
Eftir góðan hjólatúr fóru svo allir inn og borðuðu vel af grilluðum pylsum