Börnin á Dvergaheimum og starfsfólk fóru í berjamó úti á Nesi. Það var sól og blíða og sóttist ferðin vel. Börnin voru mjög dugleg að ganga saman en flestum varð þónokkuð heitt þegar leið á gönguferðina. Berjasprettan var góð og við fundum fullt af góðum krækiberjum sem börnin voru dugleg að smakka. Sumir týndu beint í munninn, en aðrir vildu setja ber í vasa handa mömmu og pabba. Við vorum góða stund í móanum að týna ber og börnin nutu þess að skoða og rannsaka umhverfið sitt, fundu m.a. strá, peningablóm, rusl, lúpínufræ og svo auðvitað ber.
Eftir ferðina voru börnin frekar uppgefin eftir góða gönguferð og sofnuðu fljótt í hvíldinni eftir hádegismatinn