Fyrsta íþróttastundin var í þessari viku, við settum upp nokkrar stöðvar inni á deildinni sem börnin skiptust svo á að fara í gegnum. Þau prófuðu m.a. að hoppa/fara í kollhnís á dýnu, ganga á stultum, kasta og grípa bolta, syngja og dansa hreyfilög um líkamann.