Þriðjudaginn 12. desember var haldið jólaball leikskólans, af því tilefni var eldaður hátíðarmatur, hamborgarahryggur og ís í eftirrétt. Börnin fengu að nota glösin sín sem þau fengu að gjöf frá jólasveinunum á jólaballinu og borðuðu þau mjög vel, enda var maturinn mjög góður.