Öll börnin á Dvergaheimum fóru í gönguferð að Lýsubergi þar sem Þuríður á heima. Við fengum að kíkja í garðinn hennar og skoða hænurnar. Við fengum að fara inn fyrir gerðið, þ.e. þeir sem vildu, og gefa hænunum að borða og athuga hvort þær voru búnar að verpa. Við fundum nokkur egg og eitt eggið brotnaði...úps. Þuríður gaf börnunum korn og saltstangir sem þau máttu gefa hænunum en stundum var bara best að borða saltstangirnar sjálf.
Þetta var mjög ánægjuleg ferð, fengum mjög gott veður og börnin eru orðin mjög dugleg í gönguferðum, þau halda hópinn og fylgja fyrirmælum og hafa gott úthald í gönguna sjálfa