Dvergaheimar - lambaferð 2018

Við lögðu snemma af stað í morgun þar sem þetta er löng gönguferð fyrir litla fætur.  Við tókum með okkur stóra kerru svo yngstu börnin gætu skiptst á að hvíla sig.  En það skal segjast að ferðin gekk vonum framar.  Börnin komu okkur svo á óvart hversu dugleg þau voru.  Þau gengu vasklega áfram, glöð í bragði og fyrr en varði vorum við komin.  Kaisa tók á móti okkur og sýndi okkur féið sitt.  Hún gaf einu lambi úr pela, sem börnunum þótti skemmtilegt að sjá.  Kindurnar voru sumar hverjar frekar gæfar og máttu börnin klappa þeim og klóra.  Einnig var hundur á svæðinu og nokkrar kanínur.

Fyrir heimferðina settumst við niður og fengum okkur bananabita og síðan var haldið af stað.  Eins og áður gekk heimferðin mjög vel og sáu börnin margt skemmtilegt á leiðinni, e.o. ruslabíl og gröfur.  

Við vorum komin tímalega heim fyrir hádegismat og gátu börnin leikið sér aðeins úti í garðinum og hlupu þau um, róluðu og léku sér full af orku.