Það var spenna í lofti og mikil eftirvænting í barnahópnum í upphafi dags. Þau mættu í skemmtilegum búningum og dáðust hvert af öðru og fóru í hlutverkaleik í búningunum sínum í frjálsum leik. Það var ball í salnum þar sem allir í leikskólanum mættu og þar var dansað og hoppað af miklum móð.