Í dag fóru börnin í Köggshóp þau Karen Embla, Elvar Þór, Elísabet Freyja og Pétur Natchapon í gönguferð. Gengið var í skrúðgarðinn þar sem lítið var hægt að hlaupa um vegna þess að það voru risa stórir pollar út um allt. Í staðinn fóru börnin í skógarferð að leita að ljónum. Á bakaleiðinni rákust þau á snjóskafl sem var tilvalið að reyna að klifra uppá. Í gönguferðinni var farið yfir umferðargötur og var farið yfir umferðarreglurnar í leiðinni.