Þjóðleikhúsið í samstarfi við brúðuhús er að fara með sýningu fyrir börn fædd 2013 og 2012 hringinn í kringum landið. Við fengum boð að vera með sýningu í ráðhúsinu og buðum við nemendum úr Hveragerði að koma og njóta með okkur. Buðum við svo upp á pylsur eftir sýningu og lukkaðist þetta mjög vel. Börnin skemmtu sér konunglega og þökkum við kærlega fyrir okkur.