Þriðjudaginn 12. desember var haldið jólaball í ráðhúsinu fyrir öll leikskólabörnin og voru foreldrar velkomnir. Gaman var að sjá hve margir foreldrar sáu sér fært að mæta og þökkum við kærlega fyrir það. Allir áttu góða stund saman og fengu börnin pakka frá jólasveinunum sem komu í heimsókn.