Á miðvikudaginn í síðustu viku héldum við uppskeruhátíð með 1. bekk. Rán kom og las fyrir börnin jólasögu og Gestur spilaði á píanó á meðan börnin sungu jólalög. Í lokin fengu öll börnin svala og piparköku.