í dag voru börnin á Hulduheimum með uppákomu í söngstund. Börnin eru búin að vera að æfa allan þennan mánuð þrjú lög úr Dýrunum í Hálsaskógi. Á uppákomunni las Sandra smá bút úr sögunni og börnin sungu þess á milli. Fyrst var lesið um þegar Mikki refur ætar að ná Lilla klifurmús og börnin sungu Dvel ég í draumahöll. Næst var lesið um þegar Hérastubbur bakari ákveður að bakaradregurinn eigi að baka piparkökur og piparkökusöngurinn sunginn. Að lokum var lesið um þegar bangsamamma setur bangsadrenginn óvart ofan í þvottabala og sungið Þvottavísur fyrir bangsa litla.