Á föstudaginn var ákveðið að gefa fuglunum fuglamat sem börnin höfðu sjálf búið til úr afgangs hafragraut og ávöxtum, einnig var bætt við kókosolíu og ýmiskonar fræjum. Fuglamaturinn var hengdur upp í trjám bæði á leikskólalóðinni og í skrúðgarðinum. Fuglarnir hafa greinilega kunnað að meta þessar gjafir því um helgina sást til þeirra vera að kroppa í matinn :)