Þriðjudaginn 13. júní var hjóla- og grilldagur hjá okkur í leikskólanum. Við lokuðum bílastæðinu og börnin hjóluðum bæði fyrir og eftir hádegi og var dagurinn mjög ánægjulegur. Eftir hádegið kom lögreglan og skoðaði hjól og hjálm barnanna og gaf þeim síðan límmiða við mikinn fögnuð barnanna. Í hádeginu borðuðum við grillaðar pylsur :)