Börnin skemmtu sér vel á hjóladegi. Lögreglan kom í heimsókn og skoðaði bæði hjól og hjálma. Börnin fengu svo límmíða merkta lögreglunni á hjólin sín. Allir fengu grillaðar pylsur í hádeginu og var borðað úti enda veðrið til þess. Eftir hádegi fóru skólakrakkarnir í stuttan hjólreiðartúr.