Börnin hafa verið dugleg að safna dósum í allan vetur. Eldri börnin fóru fyrir nokkru síðan í dósaskúrinn með allar dósirnar, flöskurnar og glerið. Í dag var svo farið í göngutúr í Kr. búðina og keypt bæði ís og tyggjó fyrir börn og kennara. Ísinn var svo borðaður í skrúðgarðinum og fengu þeir sem vildi tyggjó eftir ísinn. Síðan fengu börnin að leika sér í góða veðrinu í skrúðgarðinum þangað til tími var kominn til að halda aftur upp í leikskóla að borða hádegismat.