Í dag fóru Hulduheimar í lambaferð. Farið var í fjárhúsin hjá Rannveigu þar sem börnin fengu að klappa lömbum og skoða kindurnar. Einnig var farið í hús hjá Tomma Gísla og Kaisu. Hjá Kaisu var einn heimalingur og fengu börnin að fylgjast með á meðan hann fékk mjólkurpela. Í ferðinni sáu börnin auk þess hesta og folöld og voru að tína gras og gefa þeim. Eftir heimsóknina settust við niður og börnin fengu sér perur áður en gengið var aftur í leikskólann.