Föstudaginn 22. febrúar var lögreglan með eftirlit á öryggi barna í bílum. Að því loknu kíkti hún inn á deildir og spjallaði við börnin og sýndi þeim ýmsar græjur sem hún notar. Börnin voru mjög spennt og spurðu margra spurninga. Einhverjir voru harð ákveðnir í að gerast lögregluþjónar í framtíðinni. Takk fyrir komuna Berglind Eva og Eva Dís.