Uppskeruhátíð var í dag hjá skólahópum á Huldu- og Tröllaheimum þegar 1. bekkur kom og heimsótti okkur. Skólahópur söng þrjú lög og síðan las Ragga söguna um Gilitrutt og Ingibjörg sýndi myndir á skjávarpa. Eftir það var farið út að leika í góða veðrinu. Við þökkum 1. bekk fyrir komuna og samstarfið í vetur.