Í dag fór elsti árgangur leikskólans í vettvangsferð í Ramma og við byrjuðum á því að fá hárnet og skóhlífar þar sem gæta þarf hreinlætis. Síðan fórum við inn í vinnslusal og sáum alls konar fiska sem vöktu mikla lukku. Einnig fórum við inn í frystiklefa sem var þó nokkuð stór og fengum síðan að gjöf nokkra krossfiska og kuðunga. Við þökkum þeim Jóni Páli og Ásgeiri kærlega fyrir góðar móttökur.