Yngri árgangur á Hulduheimum fór í lok aprílmánaðar í göngutúr til að skoða hænur á Lýsubergi hjá Ármanni og Þuríði. Á leiðinni tíndu börnin orma til að gefa hænunum og einnig fengu þau saltstangir til að gefa þeim. Börnunum fannst ferðin mjög skemmtileg enda fengu þau öll að halda á hænum, fara inn í gerði til þeirra og skoða eggin sem þær verpa.