Þriðjudaginn 25.apríl voru tveir lögregluþjónar við eftirlit hér fyrir utan leikskólann og voru þeir að kanna hvort ekki væru öll börn og fullorðnir í/með viðeigandi öryggisbúnað í bílunum eða á hjólinu. Þegar þeir höfðu lokið eftirlitinu úti komu þeir inn til að hitta og tala aðeins við börnin. Vakti þetta mikla lukku og enn meir lukku þegar þeir sögðu til nafns, en þeir eiga báðir nafna inn á deild hjá okkur, Garðar og Hafsteinn. Við fengum svo lögreglublöðru að gjöf frá þeim. Þökkum þeim kærlega fyrir komuna :)