Á miðvikudögum ætlar Hrafnhildur Hlín (Habba) að taka hópa í núvitund. Í fyrsta tímanum fengu börnin að prófa að smakka ýmislegt og áttu að segja frá því hvernig þeim leið þegar þau voru að borða. Þau smökkuðu meðal annars, appelsínu, sítrónu, hvítlauk, rúsínur, kornflex og döðlur.
Núvitund (mindfulness) er náttúrulegur eiginleiki hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast, á meðan það gerist án þess að dæma það á nokkurn hátt. Hægt er að þjálfa sig á kerfisbundin hátt í því að vera meira hér og nú.
Rannsóknir sýna í vaxandi mæli að núvitund ýti undir andlega og líkamlega vellíðan og auðveldar okkur að takast á við áskoranir og verkefni í lífinu. Þessi nálgun hefur verið notuð í áratugi í löndum í kringum okkur með góðum árangri.”