Börnin eru búin að læra að margt í fæðunni okkar er upprunið úr jurtaríkinu auk þess sem þau vita að plöntur búa til súrefni sem er okkur lífsnauðsynlegt. Börnin eru búin að fara að tína allskonar blóm, læra nöfnin á þeim og reyna að þekkja þau af mynd. Auk þess eru þau búin að lita myndir og notuðu þau til þess Túnfífil. Þau þurrkuðu líka og pressuðu blóm sem þau settu svo í plast. Börnin tíndu líka jurtir eins og blóðberg og vallhumal sem við þurrkuðum og bjuggum svo til te úr, sem þeim fannst reyndar hund vont.