Skólahópur fór í dósahúsið í dag og tóku þau með sér flöskur og dósir sem þau hafa verið að tína í þorpinu okkar í vetur. Við töldum hvað við vorum með mikið af flöskum og dósum og fengum við peninga fyrir. Fyrir peninginn ætlum við svo að kaupa ís í sumar.