Mjög góð stjörnu skilyrði voru 3.mars og var því upplagt að prófa stjörnusjónaukann. Sævar Helgi Bragason kom og kenndi tveimur starfsmönnum á hann um morguninn og lét vita af góðum skilyrðum. Ákveðið var að mæta klukkan 20:00 út í leikskólalóð og vera með sjónaukann úti og leifa börnum sem og fullorðnum að skoða. Venus var mjög skær þetta kvöld sem og tunglið. Stjörnusjónaukinn reyndist vel og sáum við Venus mjög vel. Vorum við með heldur mikinn aðdrátt fyrir tunglið svo við sáum það ekki allt í einu en við sáum þó á því gíga og misfellur mjög vel. Þegar verið var að taka saman sást gervitungl á himnum svo við ákváðum að skoða það líka,var það mjög forvitnilegt að sjá. Ákveðið var að bjóða þeim börnum sem eru í 1.bekk að koma og sjá þar sem þau unnu verkefni um stjörnurnar síðasta vetur í leikskólanum. Gaman var að sjá hvað margir gátu komið með svona stuttum fyrirvara og verður þetta gert aftur við tækifæri.