Dagur íslenskrar tungu var 16.nóvember og var það einnig afmælisdagur Lubba. Við byrjuðum á að syngja fyrir Lubba og gefa honum kórónu. Við fengum svo gesti sem voru nemendur úr 6.bekk og lásu þau fyrir okkur. Þegar lestrinum lauk léku þau við börnin og var þetta mikil skemmtun. Við fengum einnig gesti frá elsta stigi grunnskólanns og voru það nokkrir krakkar sem lásu ljóð fyrir okkur meðan við borðuðum hádegismatinn. Lubbi fékk svo að sjálfsögðu að velja sér disk, glas og stólaskraut í tilefni af afmælinu.
Við þökkum kærlega fyrir heimsóknina frá gestunum og var þetta skemmtileg uppákoma.