20.nóvember fengum við heimsókn frá Tónlistarskóla Árnessýslu. Guðmundur fiðlukennari kom ásamt nokkrum nemendum sínum, Guðrúnu Olgu, Karólínu Diljá, Elísu Dagrúnu, Silviu Rós og Ronju Alexöndru sem léku allar á fiðlu. Anna Laufey kom með og spilaði á gítar í dúetti með Silviu Rós. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.