13.júní var hjóla og grill dagur hjá okkur í leikskólanum og mættu börnin með hjól og hjálm. Börnin fengu að hjóla á bílaplaninu og var mikið stuð.
Lögreglan kom í heimsókn og skoðaði hjólin og hjálmana hjá börnunum og var það mjög spennandi.
Í hádeginu voru svo grillaðar pylsur og svali með og var ís í eftirrétt.