Jólaball leikskólans var í dag, 12.des. Við dönsuðum í kringum jólatréð og sungum jólalög. Jólasveinarnir kíktu í heimsókn og dönsuðu með okkur ásamt því að færa öllum börnunum gjafir. Gaman var að sjá hversu margir foreldrar sáu sér fært að mæta og vonum að allir hafi skemmt sér vel.