Einn hópurinn fór í könnunarleiðangur í dag í hópastarfi og fórum við út í móa með kíkir, stækkunargler og áttavita. Börnin fengu að skoða það sem þau vildu og var mjög fróðlegt að sjá hvað varð á vegi okkar. Við enduðum á að klífa "fjall" og taka hópmynd þar. Þetta fannst okkur mjög skemmtileg ferð út í móa.