Í morgun fórum við í sveitaferð og var mikil tilhlökkun í krökkunum.
Ferðin gekk vel og voru krakkanir spenntir að sjá lömbin og hestana.
Við skoðunum lömb og kindur hjá Rannveigu og Kaisu, einnig fengum við að kíkja inn í hesthúsið hjá Jóni.
Börnin fengu að klappa lömbum og hestum og þótti þeim það mjög gaman.
Hjá Kaisu leyndist líka hundur sem nokkur börn heilsuðu upp á.
Eftir þessa skemmtilegu heimsókn settumst við niður og borðuðum ávextina okkar áður en við héldum til baka í leikskólann..
Þetta var virkilega skemmtileg ferð og voru krakkanir mjög ánæðgir en þreyttir þegar komið var upp í leikskólann.