Vikan 29.janúar til 4.febrúar er Tannverndar vika. Þá ræðum við mikið um almenna tannhirðu barna. Við erum líka að skoða sykurmagn í hinum ýmsu fæðutegundum og sýna börnin þessu mikinn áhuga. Petra tannlæknir kom í heimsókn ásamt Jennýju aðstoðar konu sinni og spjölluðu þær um tannburstun og hollt mataræði. Þær komu einnig með bangsa sem er með flottar tennur sem börnin fengu að skoða og auðvitað kom krókódíllinn með sem hefur komið síðustu ár. Þær afhentu öllum börnunum tannbursta sem er gjöf frá Petru. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.