Vorhátið

Vorhátíðin var haldin 26. maí, mæting var góð þrátt fyrir vætusamt veður. Það kom sér vel að salurinn var tilbúin og hægt var að færa skemmtiatriðin inn. Skemmtiatriðin voru leiksýningin Þorri og Þura, kanínur og fiskar voru til sýnis og Björgunarsveitin Mannbjörg kom með tvo báta sem börnin fengu að skoða. Boðið var upp á andlitsmálningu sem var mjög vinsæl, í lokin voru grillaðar pylsur og ís á eftir.