Í dag fóru börnin á Dvergheimum í matjurtagarðinn og tóku upp kartöflur, rófur og gulrætur. Börnin fengu að smakka gulræturnar og rófurnar en kartöflurnar verða í hádegismatinn á næstu dögum.
Fyrsta íþróttastund Dvergaheima var í dag en í vetur ætlum við að hafa íþróttastund alla miðvikudaga í salnum. Settar voru upp stöðvar þar sem börnin ýmist skriðu í gegnum göng, hoppuðu og fóru í kollhnís á dýnu, klifruðu í rimlum og fleira.