Jóel Kári átti afmæli 12. apríl og varð hann sex ára. Maxim Leo átti afmæli 20. apríl og varð hann einnig sex ára. Við óskum þeim innilega til hamingju með afmælin sín :)
Skólahópur fór í dósahúsið í dag og tóku þau með sér flöskur og dósir sem þau hafa verið að tína í þorpinu okkar í vetur. Við töldum hvað við vorum með mikið af flöskum og dósum og fengum við peninga fyrir. Fyrir peninginn ætlum við svo að kaupa ís í sumar.
Skólahópur fór í heimsókn til björgunarsveitarinnar Mannbjargar og fékk að skoða þar aðstöðuna og tækjabúnaðinn. Vakti þetta mikla lukku hjá öllum og þökkum við þeim bræðrum Sigga og Steina fyrir að taka á móti okkur.
Í vetur hefur skólahópur verið að fræðast um sólkerfið okkar og hvað pláneturnar heita, hvað þær eru stórar, hvernig út hverju þær eru og svo framvegis. Börnin bjuggu svo til sína plánetu úr pappír, hveiti og vatni. Þetta var mjög skemmtilegt og fróðlegt.
Dagur íslenskrar tungu var 16.nóvember og var það einnig afmælisdagur Lubba. Við byrjuðum á að syngja fyrir Lubba og gefa honum kórónu. Við fengum svo gesti sem voru nemendur úr 6.bekk og lásu þau fyrir okkur. Þegar lestrinum lauk léku þau við börnin og var þetta mikil skemmtun. Við fengum einnig ge…
Tröllaheimar og Hulduheimar kíktu í heimsókn til slökkviliðsins
Í dag fóru börnin sem fædd eru 2013 í heimsókn til slökkviliðsins. Þau fengu að skoða hvað er inni á slökkviliðsstöðinni, fóru inn í bílana, sáu hitamyndavél og fengu að sprauta úr brunaslöngu. Þetta var mjög skemmtilegt og fróðlegt að sjá.