Hún Berglind Arna átti afmæli 18.mars og varð hún 4ára og af því tilefni var hún þjónn og bauð upp á video eftir útiveru þann daginn. Óskum við henni innilega til hamingju með daginn.
Í tilefni af konudeginum sem verður 18.febrúar buðu börnin mæðrum sínum og ömmum í vöfflukaffi í dag. Börnin voru búin að búa til blóm sem þau gáfu mæðrum sínum að gjöf. Það er alltaf jafn gaman að sjá hvað margir geta komið og hvað börnin eiga notalega stund með sínum nánustu.
Í dag er öskudagur og komu bæði börn og fullorðnir í búningum. Þar sem við erum ekki með neinn sal var ákveðið að hafa rugldag í staðinn og var hægt að labba á milli Tröllaheima og Hulduheima. Búið var að skella upp myndvarpa sem sýndi tónlistarmyndbönd sem hægt var að dansa við. Þau börn sem vildu …
Vikan 29.janúar til 4.febrúar er Tannverndar vika. Þá ræðum við mikið um almenna tannhirðu barna. Við erum líka að skoða sykurmagn í hinum ýmsu fæðutegundum og sýna börnin þessu mikinn áhuga. Petra tannlæknir kom í heimsókn ásamt Jennýju aðstoðar konu sinni og spjölluðu þær um tannburstun og hollt m…
í dag, bóndadaginn, buðu nemendur leikskólans feðrum sínum og öfum á þorrablót. Gaman var að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta og áttu notalega stund með börnum sínum.