Í gær fórum við til Þuríðar og Ármanns að skoða hænurnar. Börnin fengu að gefa þeim korn og saltstangir. Þau voru ekki öll á því að gefa þeim saltstangirnar heldur rötuðu þær oft frekar upp í börnin ;) Síðan var þeim boðið að halda á hænunum en það voru ekki allir á því. Þetta var skemmtileg ferð og…
Í dag kom Tommi með tvo heimalinga í heimsókn til okkar í lóðina. Börnin voru mikið glöð að fá þessa heimsókn. Sumir fengu að gefa þeim mjólk úr pela og svo hlupu börnin í hringi á eftir þeim um lóðina. Við þökkum Tomma kærlega fyrir þessa skemmtilegu heimsókn.
Síðustu vikur höfum við verið að vinna í að setja niður grænmeti í matjurtargarðinn okkar. Á okkar deild settum við bæði niður lauk og kartöflur. Einnig settum við niður sólblómafræ í dósir sem börnin voru búin að skreyta.
Í apríl eiga þrjú börn á Ásheimum afmæli. Þau Gunnar Erlingur, Snædís Jóhanna og Frosti Hrafn eru orðin tveggja ára. Innilegar hamingjuóskir með afmælin ykkar.
Í morgun fórum við í gönguferð í skrúðgarðinn. Þegar við komum í skrúðgarðinn fengu allir að hlaupa aðeins um og prófa að rúlla sér niður brekku. Eftir það tíndum við rusl sem við fundum í umhverfinu og settum í poka.
Í dag vorum við með uppákomu í söngstund. Börnin fóru upp á svið og sungu A ramm samm samm og gerðu hreyfingarnar með. Síðan var dansað með hákarlalaginu sem er í miklu uppáhaldi hjá börnunum. Þetta gekk mjög vel og flest börnin tóku eitthvað þátt þótt sum hafi verið hálf feimin upp á sviði.