Á þriðjudaginn hitti seinni hópurinn hjá okkur 1. bekk og fóru þau út með þeim í verkefnavinnu. Aftur var verkefnið að leita að formum í umhverfinu og gekk samvinna barnanna vel.
Í gær hófst samstarf okkar við 1. bekk í grunnskólanum. Börnunum var skipt í tvo hópa og fór annar hópurinn í göngu með hóp úr 1. bekk. Í þessari ferð voru börnin pöruð saman, grunnskólabarn og leikskólabarn saman og áttu þau að skrá á blað þau form sem þau sáu í umhverfinu. Hinn hópurinn var inni á…
Í gær fengum við heimsókn frá félagsstarfi aldraðra en það voru þær Ása og Alda sem komu og lásu fyrir börnin. Þar sem veðrið var svo fínt vorum við öll komin út þegar þær mættu og var því ákveðið að lesa bara úti. Það gekk svona ljómandi vel enda er alltaf gaman að fá svona flotta heimsókn. Þökkum …
Á föstudaginn tókum við upp kartöflur í matjurtargarðinum okkar. Uppskeran var sæmileg en kartöflurnar voru frekar litlar. Í vikunni fáum við að smakka á kartöflunum með hádegismatnum.
Á þriðjudaginn kom hún Ragnheiður Lúðvíksdóttir iðjuþjálfi í heimsókn til okkar. Börnunum var skipt upp í þrjá hópa og fékk einn hópur í einu leiðsögn frá henni. Hún fór yfir með börnunum hvernig á að halda rétt á skriffæri og hvernig á að klippa. Börnin fengu blöð sem þau lituðu á og klipptu svo. Í…
Í síðustu viku fórum við í skrúðgarðinn og tíndum laufblöð, sem við ætlum að nota í haustverkefni með börnunum. Börnin fundu sér líka ýmislegt annað til dundurs í garðinum. Tíndu greinar og steina og bjuggu til eldstæði og þóttust svo vera kveikja eld með því að nudda tveimur steinum saman.