Í febrúar eiga tvö börn afmæli hjá okkur eru orðin 3 ára. Hafsteinn Elí átti afmæli 25. febrúar og Alexandra Björk 27. febrúar. Óskum við þeim innilega til hamingju með afmælin.
Í morgun kom Petra tannlæknir og Signý aðstoðakona hennar til okkar í heimsókn og fræddu börnin um tannheilsu. Petra las sögu fyrir börnin um mikilvægi þess að tannbursta og svo fengu börnin að prófa að tannbursta drekabangsa. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina, alltaf gaman að fá þær.
Í janúar eru fjögur börn búin að eiga afmæli hjá okkur á Ásheimum. Katla Björk varð 3 ára þann 6. janúar, Ksawery Jan varð 2 ára þann 11. janúar, Sóldís Rós varð 2 ára þann 25. janúar og Sigurður Ernir varð 2 ára þann 27. janúar. Óskum við þeim öllum innilega til hamingju með afmælin.
Þann 11 desember var haldið jólaball í Ráðhúsinu. Dansað var í kringum jólatréð og tveir jólasveinar kíktu til okkar, dönsuðu og færðu börnunum pakka :)
Í gær fórum við í fyrsta sinn í íþróttatíma í salnum. Það var mikið fjör og mikið gaman. Börnin hlupu, léku sér með bolta, klifruðu í rimlunum, hoppuðu á trampólíni, fóru í kollhnís og margt fleira skemmtilegt.
Hér koma myndir af þeim börnum sem áttu afmæli í sumarfríinu. Jónatan Knútur átti afmæli 29. júlí og Alexandra Hrafney 9. ágúst. Við óskum þeim innilega til hamingju með afmælin.
Í síðustu viku fóru elstu börnin í gönguferð í gegnum skrúðgarðinn og enduðum við hjá ærslabelgnum. Þar var heldur betur hoppað og skoppað og var mikið fjör.