Á fimmtudaginn í síðustu viku var haldin uppskeruhátíð en með því lauk samstarfi okkar við 1. bekk þennan veturinn. 1. bekkur kom í heimsókn til okkar í nýja salinn og fór með stafrófsvísuna fyrir okkur. Við á Goðheimum sungum fyrir þau lag og síðan var haldið "Just dance" ball þar sem dansað var vi…
Í síðustu viku var haldin útskrift fyrir elstu börnin í leikskólanum sem eru að fara í grunnskólann í haust. Gaman var að sjá hve margir foreldrar sáu sér fært að mæta og taka þátt í þessari athöfn með okkur.
Á þriðjudaginn fórum við að skoða nýfæddu lömbin en það voru bæði Kaisa og Rannveig sem tóku á móti okkur. Fyrst fórum við til Kaisu en þar fengum við líka að sjá kanínur og skoðuðum hestana þar við hliðina. Síðan fórum við yfir til Rannveigar þar sem við fengum að klappa lömbunum aðeins.
Í dag fengum við fræðslu frá umferðarskólanum "Ungir vegfarendur" sem er á vegum samgöngustofu. Þar var farið yfir helstu öryggisatriði sem börn eiga að hafa á hreinu eins og hjálmanotkun og notkun bílbelta. Í lokin fengu börnin að horfa á skemmtilega mynd um umferðafræðslu.
Á hádeginu fórum við út að borða á veitingarstaðnum Hendur í höfn en það var foreldrafélag leikskólans sem bauð okkur. Dagný og starfsfólk hennar á staðnum tók vel á móti okkur og fengum við hamborgara og köku í eftirrétt. Við vorum fyrstu gestirnir á nýja staðnum hennar Dagnýjar og leist okkur mjög…
Í apríl eiga tveir strákar afmæli, þeir Þorsteinn Ævar og Herbert. Þorsteinn Ævar varð 6 ára þann 18. apríl og Herbert 6 ára í dag, 24. apríl. Óskum við þeim innilega til hamingju með afmælin.
Hún Unnur Edda Björnsdóttir nemi í tómstundar- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands verður hjá okkur næstu 3 vikurnar.
Bjóðum hana velkomna til okkar.